Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Maresca um Palmer: Þarf að halda áfram að brosa
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var létt eftir að liðið vann 4-0 stórsigur á botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Chelsea verið að taka út smá niðursveiflu.

Ekki hefur gengið vel að ná í úrslit undanfarið en Maresca er að vonast til þess að þessi þægilegi sigur gegn Southampton komi liðinu aftur á beinu brautina.

„Við þurftum allir á þessu að halda. Við vorum á slæmu skriði, svona ef horft er í úrslitin. Frammistaðan var alltaf til staðar, nema kannski gegn Brighton, en félagið þurfti á þessu að halda og við erum ánægðir.“

„Síðasta eina og hálfa mánuðinn höfum við ýtt á leikmenn að trúa enn meira á ferlið. Síðan ferlið hófst höfum við alltaf verið í kringum fjórða sætið, en það er eðlilegt að ganga í gegnum slæm augnablik á þessum tímapunkti. Þetta snýst um hvernig við bregðumst við og hvernig við getum haldið áfram að trúa á það sem við erum að gera. Þessir leikmenn eru stórkostlegir og leggja mikla vinnu á sig á hverjum degi,“
sagði Maresca.

Enski sóknartengiliðurinn Cole Palmer var langbesti maður Chelsea á síðasta tímabili og fyrri hlutann á þessu tímabili, en hann hefur ekki komið að marki í síðustu sex deildarleikjum.

Maresca var spurður út í Palmer og stöðuna á honum, en þar sagðist hann ekki hafa miklar áhyggjur.

„Við erum allir fyrrum leikmenn. Allir fóru í gegnum slæm augnablik og maður getur ekki búist við því að Palmer verði eins og hann var á síðasta tímabili eða eins og hann var í fyrri hluta tímabils. Þetta er eðlilegt og hann er mennskur. Ég sagði við hann að þetta væri eðlilegt. Hann er ánægður og í góðu lagi.

„Hann hefur deilt klefa með mörgum topp leikmönnum og veit það sjálfur að allir heimsklassa leikmenn ganga í gegnum þessi augnablik. Þetta snýst allt um það hvernig þú bregst við. Halda áfram að leggja vinnuna á þig, brosa, vera rólegur, ánægður og njóta fótboltans. Það er það eina sem þú þarft að gera,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner