City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo með laglegt skallamark í sigri Al Nassr
Cristiano Ronaldo skoraði 25. mark sitt á tímabilinu
Cristiano Ronaldo skoraði 25. mark sitt á tímabilinu
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Al Nassr er liðið vann Al Wehda, 2-0, í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Portúgalinn skoraði fyrra markið með skalla eftir fyrirgjöf Angelo snemma í síðari hálfleiknum.

Þetta var 925. mark ferilsins hjá Ronaldo sem er nú kominn með 25 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

Það vakti athygli að Al Nassr fékk vítaspyrnu seint í uppbótartíma en Sadio Mane fór á punktinn í stað Ronaldo og skoraði örugglega úr spyrnunni. Ronaldo vildi leyfa Mane að skora, sem hafði verið að ganga í gegnum mikla markaþurrð.

Al Nassr er komið upp í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið er nú átta stigum frá toppliði Al Ittihad.


Athugasemdir
banner
banner
banner