Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Al Nassr er liðið vann Al Wehda, 2-0, í sádi-arabísku deildinni í kvöld.
Portúgalinn skoraði fyrra markið með skalla eftir fyrirgjöf Angelo snemma í síðari hálfleiknum.
Þetta var 925. mark ferilsins hjá Ronaldo sem er nú kominn með 25 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.
Það vakti athygli að Al Nassr fékk vítaspyrnu seint í uppbótartíma en Sadio Mane fór á punktinn í stað Ronaldo og skoraði örugglega úr spyrnunni. Ronaldo vildi leyfa Mane að skora, sem hafði verið að ganga í gegnum mikla markaþurrð.
Al Nassr er komið upp í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið er nú átta stigum frá toppliði Al Ittihad.
What a header from Ronaldo ???? pic.twitter.com/TpMz8NVI3f
— Al Nassr Zone (@TheNassrZone) February 25, 2025
Athugasemdir