Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   þri 25. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Risaslagir í bikarkeppnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru gríðarlega spennandi leikir á dagskrá í bikarkeppnum í kvöld, þar sem þrjú stórveldi mæta til leiks í sex leikjum.

Í spænska Konungsbikarnum eigast Barcelona og Atlético Madrid við í stórleik á Camp Nou en liðin mætast aftur í Madríd í byrjun apríl.

Liðin eigast við í undanúrslitum og mætir sigurvegarinn annað hvort Real Madrid eða Real Sociedad í úrslitaleik.

Á Ítalíu á stórveldi Inter heimaleik gegn sterkum andstæðingum í liði Lazio. Liðin mætast í 8-liða úrslitum bikarsins og hafa gestirnir harma að hefna eftir að hafa verið niðurlægðir á heimavelli gegn Inter í desember.

Inter vann sex marka sigur á Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm á viðkvæmum tímapunkti þegar liðin voru á svipuðum stað í toppbaráttu ítölsku deildarinnar.

Að lokum eigast Arminia Bielefeld og Werder Bremen við í 8-liða úrslitum þýska bikarsins. Leverkusen og Stuttgart eru komin áfram í undanúrslitin en FC Bayern er úr leik.

Copa del Rey
20:30 Barcelona - Atletico Madrid

Coppa Italia
20:00 Inter - Lazio

DFB-Pokal
19:45 Arminia Bielefeld - Werder Bremen
Athugasemdir
banner