Piers Morgan, fjölmiðlamaðurinn umdeildi, er ekki í góðu skapi þessa dagana. Hans heittelskaða félag, Arsenal, er líklega að fara að enda í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja tímabilið í röð.
Loksins þegar Manchester City gengur illa, þá er Arsenal að fara að missa titilinn í hendur Liverpool.
Loksins þegar Manchester City gengur illa, þá er Arsenal að fara að missa titilinn í hendur Liverpool.
Morgan hefur lengi verið stuðningsmaður Arsenal en hann skellir skuldinni á Mikel Arteta, stjóra liðsins. Hann skilur ekki hvers vegna hann hefur ekki sótt sóknarmann í heimsklassa á síðustu árum.
„Kæri Mikel Arteta, við erum núna á leið í vitlausa átt undir þinni stjórn þar sem þú hefur ekki sótt heimsklassa sóknarmann," skrifaði Morgan á samfélagsmiðilinn X.
„Til þess að hjálpa þér, þá þurfum við leikmann á pari við þessa hér að neðan. Hættu að vera svona þrjóskur og sæktu svona leikmann."
Morgan birtir samsetta mynd af Ian Wright, Nicolas Anelka, Dennis Bergkamp, Thierry Henry, Robin van Persie og Pierre-Emerick Aubameyang.
Athugasemdir