Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
banner
   mið 26. febrúar 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Arsenal á erfiðan útileik
Mynd: EPA
Í kvöld heldur 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar áfram en ansi áhugaverðir leikir eru á dagskrá þar sem Liverpool getur mögulega náð 14 stiga forystu á toppnum.

Um helgina náði Liverpool 11 stiga forystu með því að vinna erkifjendur sína í Manchester City, 2-0, á Etihad á meðan Arsenal tapaði fyrir West Ham.

Liverpool tekur á móti Newcastle United á Anfield klukkan 20:15 í kvöld, sem verður nokkurs konar upphitun fyrir úrslitaleik deildabikarsins.

Arsenal heimsækir á meðan spútniklið Nottingham Forest á City Ground. Arsenal má ekki við því að tapa fleiri stigum í titilbaráttunni og gæti liðið skráð sig úr baráttunni með tapi í kvöld.

Tottenham mætir Manchester City í Lundúnum og þá spilar Manchester United við nýliða Ipswich Town á Old Trafford. Hákon Rafn Valdimarsson og félagar í Brentford mæta lærisveinum David Moyes í Lundúnum, en Everton hefur verið á svakalegri siglingu síðina Moyes tók við keflinu.

Leikir dagsins:
19:30 Brentford - Everton
19:30 Nott. Forest - Arsenal
19:30 Tottenham - Man City
19:30 Man Utd - Ipswich Town
20:15 Liverpool - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner