Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Aldrei spurning af okkar hálfu því við vildum halda honum"
Fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu KR.
Fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í stúkunni á Meistaravöllum.
Í stúkunni á Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við KR. Fyrri samningur hans rann út eftir að síðasta tímabili lauk og var hann því samningslaus í um þrjá mánuði áður en hann gerði nýjan tveggja ára samning.

Atli er 33 ára og hefur verið hjá KR frá árinu 2017 en hann hafði áður verið hjá félaginu 2012-14.

„Einfalda svarið er að hann vildi vera áfram og við vildum halda honum. Atli er auðvitað búinn að eiga frábæran feril í KR og er gríðarlega vel metinn í félaginu. Þegar hann var búinn að skoða sín mál og lýsti yfir eindregnum áhuga fyrir því að vera áfram þá var það aldrei spurning af okkar hálfu því við vildum halda honum," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson sem er yfirmaður fótboltamála og þjálfari KR.

Hann spilaði aðeins sem vinstri bakvörður á síðasta tímabili, verður áframhald af því?

„Atli er þannig leikmaður að hann getur spilað flestar stöður á vellinum og ég held að hann muni nýtast okkur gríðarlega vel. Hvar nákvæmlega hann endar verður að koma í ljós. Hann spilaði á hægri kanti seinni hálfleikinn á móti Selfossi í gær, svo gæti hann verið hafsent í næsta leik. Hann er reynslumikill, fjölhæfur, góður fótboltamaður og frábær liðsmaður. Við erum afskaplega ánægðir með að fá hann í hópinn," segir Óskar Hrafn.

Atli, sem er uppalinn hjá Þór, hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með KR. Hann er jafn Skúla Jóni Friðgeirssyni í 4. sætinu yfir leikjahæstu leikmenn KR í efstu deild með 188 leiki spilaða. EInungis Kristján Finnbogi Finnbogason, Þormóður Árni Egilsson og Óskar Örn Hauksson hafa spilað fleiri A-deildar leiki fyrir KR. 41 leikur er upp í Stjána Finnboga sem er í 3. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner