Portúgalski miðjumaðurinn Tiago Fernandes er genginn í raðir kínverska félagsins DN United.
Tiago er 29 ára miðjumaður sem hefur spilað á Íslandi síðan 2018. Þá gekk hann í raðir Fram og var í tvö tímabil, hann spilaði ekkert 2020 og spilaði svo 2021 með Grindavík. Hann sneri svo aftur í Fram og var í þrjú tímabil með liðinu í efstu deild.
Hann yfirgaf Fram eftir síðasta tímabil þrátt fyrir að hafa verið í stóru hlutverki á síðasta tímabili. Þá lék hann sem djúpur miðjumaður en það er meira í hans eðli að sækja og skapa færi. Tímabilið 2022 var frábært hjá honum, raðaði inn stoðsendingum og var orðaður við betri lið deildarinnar.
Tiago er 29 ára miðjumaður sem hefur spilað á Íslandi síðan 2018. Þá gekk hann í raðir Fram og var í tvö tímabil, hann spilaði ekkert 2020 og spilaði svo 2021 með Grindavík. Hann sneri svo aftur í Fram og var í þrjú tímabil með liðinu í efstu deild.
Hann yfirgaf Fram eftir síðasta tímabil þrátt fyrir að hafa verið í stóru hlutverki á síðasta tímabili. Þá lék hann sem djúpur miðjumaður en það er meira í hans eðli að sækja og skapa færi. Tímabilið 2022 var frábært hjá honum, raðaði inn stoðsendingum og var orðaður við betri lið deildarinnar.
DN United, eða Dingnan United, er í næstefstu deild í Kína. Í leikmannahópi liðsins eru Kínverjar, tveir Brasilíumenn, tveir Kólumbíumenn, Spánverji og svo Portúgalinn Tiago.
Athugasemdir