Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tiago til Kína (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalski miðjumaðurinn Tiago Fernandes er genginn í raðir kínverska félagsins DN United.

Tiago er 29 ára miðjumaður sem hefur spilað á Íslandi síðan 2018. Þá gekk hann í raðir Fram og var í tvö tímabil, hann spilaði ekkert 2020 og spilaði svo 2021 með Grindavík. Hann sneri svo aftur í Fram og var í þrjú tímabil með liðinu í efstu deild.

Hann yfirgaf Fram eftir síðasta tímabil þrátt fyrir að hafa verið í stóru hlutverki á síðasta tímabili. Þá lék hann sem djúpur miðjumaður en það er meira í hans eðli að sækja og skapa færi. Tímabilið 2022 var frábært hjá honum, raðaði inn stoðsendingum og var orðaður við betri lið deildarinnar.

DN United, eða Dingnan United, er í næstefstu deild í Kína. Í leikmannahópi liðsins eru Kínverjar, tveir Brasilíumenn, tveir Kólumbíumenn, Spánverji og svo Portúgalinn Tiago.


Athugasemdir
banner
banner
banner