Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   mið 26. febrúar 2025 00:07
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Langþráður sigur Boro
Michael Carrick er stjóri Middlesbrough
Michael Carrick er stjóri Middlesbrough
Mynd: EPA
Eftir að hafa tapað fimm deildarleikjum í röð er Middlesbrough aftur komið á sigurbraut en liðið vann góðan 3-1 útisigur á Stoke City á Bet365-vellinum í Trent on Stoke í kvöld.

Hæðir og lægðir hafa verið á tímabili Boro. Liðið var á ágætu skriði í nóvember og desember en gengið aðeins verr í janúar og febrúar.

Liðið var án sigurs í síðustu fimm leikjum en það varð breyting á því í kvöld.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Marcus Forss kom liðinu yfir en Bae Joon-Ho jafnaði fyrir Stoke rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Boro kom ákveðið til leiks í þeim síðari. Finn Azaz skoraði á 52. mínútu og þá tryggði Tommy Conway sigurinn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Góður sigur hjá Boro sem er í 11. sæti með 47 stig en Stoke í 20. sæti með 35 stig.

Cardiff City marði á meðan 1-0 sigur á Hull City. Callum Robinson gerði eina markið á 52. mínútu og náði þannig að koma Cardiff aðeins frá fallbaráttupakkanum en liðið er nú í 19. sæti með 36 stig á meðan Hull er í 21. sæti með 33 stig.

Cardiff City 1 - 0 Hull City
1-0 Callum Robinson ('52 )

Stoke City 1 - 3 Middlesbrough
0-1 Marcus Forss ('20 )
1-1 Bae Joon-Ho ('45 )
1-2 Finn Azaz ('52 )
1-3 Tommy Conway ('73 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 23 11 4 76 25 +51 80
2 Sheffield Utd 38 25 7 6 53 28 +25 80
3 Burnley 38 21 15 2 52 11 +41 78
4 Sunderland 38 19 12 7 55 37 +18 69
5 Coventry 38 17 8 13 55 48 +7 59
6 West Brom 38 13 18 7 48 34 +14 57
7 Bristol City 38 14 15 9 49 41 +8 57
8 Middlesbrough 38 15 9 14 57 48 +9 54
9 Blackburn 38 15 7 16 42 40 +2 52
10 Watford 38 15 7 16 47 51 -4 52
11 Millwall 38 13 12 13 37 39 -2 51
12 Sheff Wed 38 14 9 15 53 59 -6 51
13 Norwich 38 12 13 13 60 54 +6 49
14 Preston NE 38 10 17 11 39 44 -5 47
15 QPR 38 11 12 15 44 50 -6 45
16 Swansea 38 12 8 18 38 49 -11 44
17 Portsmouth 38 11 9 18 46 61 -15 42
18 Oxford United 38 10 12 16 39 55 -16 42
19 Hull City 38 10 11 17 39 47 -8 41
20 Stoke City 38 9 12 17 37 51 -14 39
21 Cardiff City 38 9 12 17 42 62 -20 39
22 Derby County 38 10 8 20 40 51 -11 38
23 Luton 38 9 8 21 34 60 -26 35
24 Plymouth 38 7 12 19 40 77 -37 33
Athugasemdir
banner
banner
banner