Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómari í bann eftir að hann bað Messi um áritun
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Mexíkóski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava hefur verið dæmdur í sex mánaða bann frá dómgæslu.

Ástæðan fyrir banninu er sú að hann bað Lionel Messi, leikmann Inter Miami, um áritun eftir leik sem hann dæmdi hjá félaginu.

ESPN segir frá því að Ortiz Nava hafi farið upp að Messi eftir leik Inter Miami og Kansas sem hann dæmdi á dögunum. Þar hafi hann beðið um áritun fyrir fatlaðan fjölskyldumeðlim.

Ortiz Nava er sagður hafa séð eftir þessu og baðst afsökunar, en hann fer samt sem áður í bann frá því að dæma leiki á vegum CONCACAF.
Athugasemdir
banner
banner
banner