City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Chelsea og Southampton: Sancho byrjar - Jörgensen áfram í markinu
Jadon Sancho byrjar hjá Chelsea
Jadon Sancho byrjar hjá Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea og Southampton mætast í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20:15 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport:

Danski markvörðurinn Filip Jörgensen heldur sæti sínu í markinu í stað Robert Sanchez sem er á bekknum.

Jadon Sancho er einnig í liðinu. Tosin Adarabioyo kemur þá í vörnina í stað Trevoh Chalobah.

Þrátt fyrir slakt gengi Chelsea upp á síðkastið er liðið aðeins stigi frá Meistaradeildarsæti á meðan Southampton er á botninum

Chelsea: Jorgensen; Gusto, Adarabioyo, Colwill, Cucurella; Fernandez, Caicedo; Sancho, Palmer, Nkunku, Neto.

Southampton: Ramsdale, Sugawara, Bree, Bella-Kotchap, Aribo, Walker-Peters, Downes, Smallbone, Fernandes, Kamaldeen, Onuachu.
Athugasemdir
banner
banner
banner