Gylfi Þór Sigurðsson var í dag formlega kynntur sem nýr leikmaður Víkings á blaðamannafundi sem haldinn var í Víkinni.
Gylfi var keyptur til Víkings frá Val í síðustu viku og gerði hann tveggja ára samning við Víkinga.
Gylfi var keyptur til Víkings frá Val í síðustu viku og gerði hann tveggja ára samning við Víkinga.
Bæði Breiðablik og Víkingur gerðu tilboð í Gylfa sem Valur samþykkti, en hann endaði á því að semja við Víkinga. Eitthvað hefur verið rætt um að Breiðablik hafi dregið sig út úr viðræðunum en Gylfi sagði við Fótbolta.net í dag að ákvörðunin að velja á milli hafi verið erfið.
„Það var gríðarlega erfitt. Bæði félög eru frábær, stór félög. Það hefur gengið vel hjá þeim báðum í Evrópukeppninni. Blikar eru frábært lið og ríkjandi Íslandsmeistarar," sagði Gylfi.
„Þetta var erfitt en ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í Víking."
Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en leikir Víkings og Breiðabliks verða eflaust enn áhugaverðari í sumar.
Athugasemdir