Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   þri 25. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Stelpurnar okkar spila við Frakkland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það er landsleikjahlé í kvennafótboltanum og eru margir leikir á dagskrá í dag og í kvöld í Þjóðadeildinni.

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu heimsækja þar Frakkland í annarri umferð, eftir að hafa gert markalaust jafntefli í Sviss fyrir helgi.

Ógnarsterkt landslið Frakka byrjaði fyrstu umferðina á 1-0 sigri gegn frænkum okkar frá Noregi sem eru einnig með stjörnum prýddan leikmannahóp.

Leikurinn gegn Frökkum verður gífurlega erfiður og verður áhugavert að sjá hvernig Stelpurnar okkar munu standa sig á Stade Marie-Marvingt.

Meðal annarra leikja sem fara fram í dag má finna gríðarlega spennandi viðureignir. Til dæmis spilar Danmörk útileik á Ítalíu og Þýskaland mætir Austurríki í nágrannaslag.

Íslenski riðillinn
17:00 Noregur-Sviss (Viking Stadion)
20:10 Frakkland-Ísland (Stade Marie-Marvingt)

Leikir dagsins A-deild
17:15 Þýskaland - Austurríki
17:15 Ítalía - Danmörk
19:15 Wales - Svíþjóð
19:30 Skotland - Holland
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
2.    Noregur 2 1 0 1 2 - 2 0 3
3.    Ísland 2 0 1 1 2 - 3 -1 1
4.    Sviss 2 0 1 1 1 - 2 -1 1
Athugasemdir
banner
banner
banner