Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 11:06
Elvar Geir Magnússon
Man Utd spilar leiki í Asíu eftir tímabilið
Stuðningsmenn Manchester United í Hong Kong.
Stuðningsmenn Manchester United í Hong Kong.
Mynd: EPA
Manchester United ætlar að fá meiri pening í kassann með því að halda til Malasíu og Hong Kong strax eftir að ensku úrvalsdeildinni lýkur í maí og spila þar tvo vináttuleiki.

Tottenham og Newcastle fóru til Ástralíu eftir síðasta tímabil og hlutu mikla gagnrýni fyrir. Alan Shearer, sérfræðingur BBC, sagði að það væri brjálæði að spila þessa leiki.

Ótrúlegt leikjaálag fremstu fótboltamanna heims hefur verið gagnrýnt en búið er að stækka HM félagsliða og fjölga leikjum í Meistaradeildinni.

Mikið hefur verið fjallað um niðurskurð hjá Manchester United en allt að 200 starfsmenn félagsins eru að missa vinnuna sína um þessar mundir. Þrátt fyrir miklar tekjur í gegnum styrktarsamninga, leikdaga og sjónvarpsrétt hefur United tapað yfir 300 milljónum punda síðustu fimm ár.

United á gríðarlega stóran aðdáendahóp í Malasíu en liðið spilaði síðast í landinu 2019. Liðið lék síðast í Hong Kong árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner