Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta lagði upp - Gísli tók þátt í sigri
Mynd: FC Noah
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins þar sem Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði FC Noah í efstu deild í Armeníu.

Gummi Tóta lagði fyrsta mark leiksins upp í 0-4 sigri og er Noah í þægilegri stöðu á toppi deildarinnar, með 43 stig eftir 17 umferðir - fimm stigum á undan næsta liði og með leik til góða.

Í Svenska Cupen kom Gísli Eyjólfsson við sögu í 2-0 sigri Halmstad á meðan Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður í sigri Malmö gegn Skovde AIK.

Halmstad og Malmö eru búin að sigra fyrstu tvo leikina sína og eiga framundan úrslitaleiki um toppsæti riðla sinna.

Helgi Fróði Ingason fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í tapi Helmond gegn Emmen í næstefstu deild í Hollandi og að lokum sigruðu Ágúst Eðvald Hlynsson og félagar í Akademisk Boldklub æfingaleik gegn varaliði Bröndby.

West Armenia 0 - 4 Noah

Halmstad 2 - 0 Landskrona

Skovde AIK 1 - 2 Malmo

Helmond 1 - 2 Emmen

Brondby II 1 - 3 AB

Athugasemdir
banner
banner
banner