Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsti áfangastaður Pogba?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur verið orðaður við Inter Miami eftir að hann var gestur á leik liðsins gegn New York City FC í gær.

Pogba var gestur David Beckham, eiganda Inter Miami á leiknum, en enska goðsögnin birti mynd af Pogba ásamt Serenu Williams á samfélagsmiðlum sínum eftir leikinn.

Pogba hefur meðal annars verið orðaður við Inter Miami og spurning hvort það sé næsti áfangastaður hans.

Pogba má byrja að spila aftur fótbolta í næsta mánuði en hann hefur verið orðaður við Marseille í Frakklandi, félög í MLS og Sádi-Arabíu.

Einnig hefur eitthvað verið rætt um mögulega endurkomu hans til Manchester United en það þykir heldur ólíklegt.

Athugasemdir
banner
banner