
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir segist finna fyrir því að vera ekki í plönum þjálfara síns hjá West Ham. Hún hefur ekki verið að fá þann spiltíma sem hún hefði viljað.
„Ég er búin að spila minna hjá West Ham en ég hefði viljað. Það er það eina sem ég er svekkt með því það hefur gengið vel líkamlega. Ég þarf bara að setja hausinn niður og halda áfram," segir Dagný í viðtali við Fótbolta.net.
„Ég er búin að spila minna hjá West Ham en ég hefði viljað. Það er það eina sem ég er svekkt með því það hefur gengið vel líkamlega. Ég þarf bara að setja hausinn niður og halda áfram," segir Dagný í viðtali við Fótbolta.net.
Dagný er 33 ára og er með íslenska landsliðinu í Frakklandi þar sem leikið verður gegn heimakonum í kvöld.
Dagný hefur þurft að verma varamannabekkinn og verið notuð sem varamaður í lok leikja hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Í samtali við RÚV segist hún mögulega þurfa að skoða sína stöðu eftir tímabilið en það sé að mörgu að huga, meðal annars hvað henti fjölskyldunni best.
Hér að neðan má sjá viðtal við Dagný sem var tekið eftir markalausa jafnteflið gegn Sviss á föstudag.
Athugasemdir