City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 11:30
Enski boltinn
Verið í feluleik allt tímabilið
Foden var leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Foden var leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd: PFA
Eftir að hafa verið leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fyrra, þá hefur Phil Foden verið skugginn af sjálfum sér á yfirstandandi tímabili.

Erling Haaland, sóknarmaður City, hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en á sama tíma hefur Foden verið hvergi sjáanlegur inn á vellinum; hann skilaði mjög dapri frammistöðu í mikilvægum leikjum gegn bæði Real Madrid og Liverpool.

„Hann er bara búinn að vera í feluleik allt tímabilið," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson þegar rætt var um Foden í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Ég veit ekki hvað gerist hjá svona mönnum," sagði Hinrik Harðarson.

„Gæti verið að hann þurfi nýja áskorun? Tilfinningin er sú að þetta sé síðasta tímabil Guardiola hjá City. Foden þarf held ég nýtt umhverfi. Þá er ég að tala um að hann geti verið áfram hjá City en hann þurfi nýjan þjálfara, mögulega," sagði Magnús Haukur Harðarson en Foden hefur bara verið með einn þjálfara frá því hann kom upp í aðallið City; Pep Guardiola.

„Það virðist vera, hann er bara blóðlaus inn á vellinum," sagði Hinrik en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Svo gott sem komið hjá Liverpool
Athugasemdir
banner
banner