Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Engin vandamál með Endrick eða Guler
Arda Guler hér til vinstri.
Arda Guler hér til vinstri.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að það séu engin vandamál varðandi Endrick og Arda Guler.

Þeir eru tveir af efnilegri leikmönnum heims en þeir hafa báðir spilað lítið á tímabilinu.

Það er erfitt að komast inn í sóknarlínuna hjá Real Madrid þar sem þar eru Rodrygo, Vinicius og Kylian Mbappe. Jude Bellingham er svo þar fyrir aftan.

„Endrick verður frábær sóknarmaður. Það er ekkert vandamál með Endrick í augnablikinu," sagði Ancelotti en Endrick gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið og hefur ekki enn byrjað leik í La Liga.

„Hver leikmaður sem er með efasemdir getur talað beint við mig. Ég tala við ungu leikmennina á hverjum degi. Ég hef lesið um að það sé vandamál með Guler en ég veit ekki til þess. Samkeppnin er gríðarleg."
Athugasemdir
banner
banner