Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag tilbúinn að snúa aftur í sumar
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, ætlar í fyrsta lagi að snúa aftur í þjálfun í sumar.

Ten Hag var rekinn frá Man Utd í október síðastliðnum en hann hefur síðan þá verið orðaður við nokkur félög, þar á meðal Borussia Dortmund og Feyenoord.

En Ten Hag ætlar ekki að snúa aftur strax. Þetta segir hann í viðtali við SEG.

„Ég hef ákveðið að taka ekki við starfi fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí næstkomandi," segir Ten Hag.

Hann bætti svo við: „Ef það er eitthvað sem ég sakna þá er það Old Trafford."
Athugasemdir
banner
banner