Þróttur R. er á toppnum í Bestu deild kvenna eftir fyrstu umferð deildarinnar en liðið lagði nýliða FH að velli í kvöld, 4-1.
„Þú veist hvað þú færð frá FH, þær koma af miklum krafti og pressa þig. Þú verður að komast í gegnum það. Við gerðum það að mestu leyti en þetta var ekki besta frammistaða okkar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtali eftir leik.
„Þú veist hvað þú færð frá FH, þær koma af miklum krafti og pressa þig. Þú verður að komast í gegnum það. Við gerðum það að mestu leyti en þetta var ekki besta frammistaða okkar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 - 1 FH
„Það er gott að komast frá fyrsta leiknum með þrjú stig."
Nik greindi frá því í viðtalinu eftir leik að það hefði flensa gengið um leikmannahópinn fyrir þennan leik, margir leikmenn í hópnum hefðu veikst.
„Ég verð að hrósa stelpunum, hálfur leikmannahópurinn er búinn að vera veikur. Katla hefur æft einu sinni síðastliðna viku... Katie, Sæunn, Íris, Olla... hálft liðið er búið að vera í veikindum. Út frá því er það mjög gott að ná í þrjú góð stig gegn mjög erfiðum andstæðing."
„Ég veit ekki hver fyrsti sjúklingurinn var en þetta byrjaði síðasta miðvikudag held ég. Ég vona að allar stelpurnar verði búnar að jafna sig fyrir næsta leik á mánudaginn."
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Nik ræðir með annars um frammistöðu Kötlu Tryggvadóttur, snjókomuna og margt fleira. Hann segir veðrið vera klikkun og það er erfitt að vera ósammála honum þar
Athugasemdir