David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   fim 26. júlí 2018 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Sig spáir í 13. umferð í Inkasso-deildinni
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Selfoss mun mæta ÍR í markaleik að sögn Baldurs.
Selfoss mun mæta ÍR í markaleik að sögn Baldurs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason stóð sig með prýði þegar hann spáði í leiki 12. umferðar Inkasso-deildarinnar. Hann náði fjórum réttum og jafnaði þá Björgvin Stefánsson og Oliver Sigurjónsson á toppnum yfir þá spámenn sem spáð hafa flestum leikjum rétt.

Baldur Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, spáir í leiki 13. umferðar Inkasso-deildarinnar sem hefst í kvöld.

Baldur getur ekki fylgst með leikjum kvöldsins þar sem hann mun spila með Stjörnunni gegn FCK frá Kaupmannahöfn í Evrópudeildinni.


Víkingur Ó. 2 - 1 HK (klukkan 19:15 í kvöld)
Það verður allt undir í þessum leik enda tvö efstu liðin að mætast. Því miður held ég að fyrsti tapleikurinn komi hjá HK í kvöld og Ólsarar taka góðan heimasigur.

Fram 1 - 1 Þróttur R. (klukkan 19:15 í kvöld)
Tveir markahæstu menn deildarinnar að mætast. Þeir halda uppteknum hætti og setja sitthvort markið í færalitlum en gríðarlegum hitaleik.

Njarðvík 1 - 3 Leiknir R. (klukkan 19:15 í kvöld)
Leiknir hefur verið á góðu skriði eftir að Fúsi tók við og taka góðan útisigur í kvöld.

ÍR 3 - 3 Selfoss (klukkan 19:15 í kvöld)
Hef ekkert séð þessi lið í sumar en við vonum bara að þetta verði mikil skemmtun og mörg mörk fyrir áhorfendur.

ÍA 2 - 1 Þór (klukkan 18:00 á morgun)
Annar toppslagur og allt undir. Bæði lið hörkugóð en Skagamenn sigla þessu heim og toppbaráttan þéttist.

Magni 1 - 0 Haukar (klukkan 16:00 á laugardag)
Ég spái að upprisa Magna byrji á þessum leik. Ná að kreista fram nauman sigur sem mun á endanum verða lykilstig þegar þeir bjarga sér frá falli haust með einu stigi.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner