Freyr Alexandersson hefur ekki rætt við neinn hjá KSÍ og sambandið hefur enn ekki sett sig í samband við hann vegna landsliðsþjálfarastarfsins samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
Heimildir 433.is herma að Freyr hafi áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á þessum tímapunkti og sagt er að stjórnarmenn KSÍ séu meðvitaðir um það.
Freyr stýrir liði Kortrijk sem er sem stendur í næstneðsta sæti belgísku deildarinnar. Hann framkvæmdi kraftaverk með því að halda liðinu uppi á síðasta tímabili og gerði góða hluti með Lyngby í Danmörku.
Freyr þekkir landsliðsumhverfið vel eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Erik Hamren og þjálfað kvennalandsliðið. Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands var samþjálfari hans með Leikni á sínum tíma.
Heimildir 433.is herma að Freyr hafi áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á þessum tímapunkti og sagt er að stjórnarmenn KSÍ séu meðvitaðir um það.
Freyr stýrir liði Kortrijk sem er sem stendur í næstneðsta sæti belgísku deildarinnar. Hann framkvæmdi kraftaverk með því að halda liðinu uppi á síðasta tímabili og gerði góða hluti með Lyngby í Danmörku.
Freyr þekkir landsliðsumhverfið vel eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Erik Hamren og þjálfað kvennalandsliðið. Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands var samþjálfari hans með Leikni á sínum tíma.
Freyr og Arnar Gunnlaugsson eru þau nöfn sem eru langefst á blaði í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara. 433 segir KSÍ hafa verið í nokkurn tíma í sambandi við aðila sem vinna fyrir Arnar.
Búast má við því að KSÍ sækist eftir því að funda með Frey og Arnari eftir að ljóst var að Age Hareide yrði ekki áfram. Það hefur þó ekki verið rætt við þá ennþá. Arnar hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Víkings og er nú að vinna í því að koma liðinu áfram í Sambandsdeildinni.
Á forsíðu Fótbolta.net er skoðanakönnun þar sem spurt er hver ætti að taka við íslenska landsliðinu. Valkostirnir eru Arnar Gunnlaugsson, Freyr Alexandersson, erlendur þjálfari og annar íslenskur þjálfari.
Athugasemdir