Spænski miðillinn AS greindi frá því í gær að Xabi Alonso þjálfari Bayer Leverkusen myndi gefa út tilkynningu um framtíð sína í dag.
26.03.2025 22:58
Alonso tilkynnir um framtíð sína á morgun - Verður líklega áfram hjá Leverkusen
Alonso hefur verið eftirsóttasti fótboltaþjálfari heims að undanförnu eftir að hafa náð mögnuðum árangri með Bayer Leverkusen.
Hann hefur meðal annars verið orðaður við sín fyrrum félagslið frá dögum sínum sem atvinnumaður í fótbolta, þar sem stórveldi Liverpool og Real Madrid höfðu bæði áhuga á honum síðasta sumar.
Alonso kaus þó að vera eftir hjá Leverkusen en gæti yfirgefið félagið í sumar.
Hann mætti á fréttamannafund í dag og var spurður út í tilkynninguna eftirvæntu.
„Ég hef ekki tilkynnt neina ákvörðun því það er ekkert til að tilkynna akkúrat núna. Staðan er öðruvísi heldur en í fyrra," sagði Alonso.
„Í fyrra þá hafði ég ákvörðun til að taka en það er ekki staðan í dag. Ég er ekki að hugsa um þetta, ég er eingöngu einbeittur að því að klára tímabilið vel."
Athugasemdir