Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 27. apríl 2023 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn heitasti leikmaður Bestu hannaði fötin fyrir prettyboitjoko
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason hefur farið afskaplega vel af stað á tímabilinu með Víkingi sem á toppi Bestu deildarinnar, hann er búinn að vera einn heitasti leikmaður deildarinnar í upphafi tímabils.

„Þetta hefur verið frábær byrjun á mótinu hjá Birni," sagði Elvar Geir Magnússon í síðasta þætti af Innkastinu hér á Fótbolta.net.

„Hann ætlar greinilega að stíga upp og vera aðalmaðurinn í sóknarleiknum hjá Víkingum. Hann hefur alla þessa hæfileika," sagði Óskar Smári Haraldsson.

Eins og greint var frá fyrir tímabilið þá er Birnir, leikmaður Víkings, á bólakafi í tísku með fótboltanum en hann er að læra fatahönnun í Listaháskólanum. Minnst var á það í þættinum að hann hefði stíliserað pretty­boitjok­ko fyrir Vikuna með Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld.

Pretty­boitjok­ko er fyrrum fótboltamaðurinn Patrik Atlason, listamaður mikill. Hann hefur verið að koma eins og stormsveipur inn í tónlistarsenuna á Íslandi.

„Þetta eru öðruvísi tímar en þegar okkar maður Óli Þórðar var í deildinni," sagði Óskar léttur en Birnir segir að það hafi verið skemmtilegt verkefni að hanna fötin. Hann fékk verkefnið í gegnum Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem er góður vinur Patriks.

„Hann vildi einhver alvöru læti, þannig að ég lét hann fá þetta outfit + jakkann sem hann var í," segir Birnir við Fótbolta.net. „Við vissum að það yrði tekið eftir þessu þannig að þetta var bara negla."

Hægt er að sjá mynd af Patrik í þættinum af Instagram síðu hans hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Á bólakafi í tísku og lærir fatahönnun - „Verst klæddu menn heims eru fótboltamenn"




Innkastið - Víkingur bauð KR upp á raunveruleikatékk
Athugasemdir
banner
banner