Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Stefán Teitur mætir Aston Villa
Mynd: Preston North End FC
8-liða úrslit enska bikarsins fara fram um helgina þar sem tveir leikir eru á dagskrá á morgun og tveir á sunnudag.

Það eru tveir úrvalsdeildarslagir á morgun þar sem Fulham tekur á móti Crystal Palace í Lundúnaslag í hádeginu, áður en Brighton fær Nottingham Forest í heimsókn.

Á morgun mæta Stefán Teitur Þórðarson og félagar í liði Preston North End til leiks. Þeir eru eina liðið sem er eftir í keppninni sem leikur ekki í ensku úrvalsdeildinni og fá heimaleik gegn Aston Villa.

Stefán Teitur er mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá Preston. Hann skoraði sigurmarkið í síðasta leik fyrir landsleikjahlé og lagði upp í 1-1 jafntefli í leiknum þar á undan.

Að lokum eigast Bournemouth og Manchester City við í stórleik helgarinnar, þar sem tvö afar spennandi fótboltalið kljást.

Laugardagur
12:15 Fulham - Crystal Palace
17:15 Brighton - Nott. Forest

Sunnudagur
12:30 Preston - Aston Villa
15:30 Bournemouth - Man City
Athugasemdir
banner
banner
banner