Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Eigum ekki skilið að fá bónusgreiðslur
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
Manchester City heimsækir Bournemouth í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á sunnudag. Pep Guardiola mætti á fréttamannafund í dag og var spurður út í hin ýmsu mál.

Hann var meðal annars spurður út í það hvort hann og leikmenn myndu fá bónusgreiðslur ef liðið vinnur HM félagsliða í sumar?

„Við eigum það ekki skilið á þessu tímabili. Við eigum ekki skilið að fá bónusgreiðslur. Stjórinn, starfsliðið og leikmenn eiga ekki skilið að fá hluta af verðlaunafénu," svaraði Guardiola en það hefur verið bras á City á tímabilinu.

HM félagsliða hefur verið stækkað og sett í svipað fyrirkomulag og þekkist í HM landsliða. Keppnin verður í Bandaríkjunum og hefst 15. júní.

Til að gera vægi HM félagsliða meira hefur FIFA sett gríðarlega fjárhæðir í verðlaunafé. 775 milljónum punda verður skipt milli þátttökuliðanna 32 og getur sigurliðið fengið hátt í 100 milljónir.
Athugasemdir
banner