8-liða úrslitin í FA_bikarnum verða leikin um helgina og sparkspekingurinn Chris Sutton sér um að spá fyrir um úrslit leikjanna fyrir BBC.
Sutton spáir því að Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston þurfi að játa sig sigraða gegn öflugu liði Aston Villa og þá spáir hann því að Manchester City lendi í kröppum dansi gegn Bournemouth en nái sigri eftir framlengingu.
„Það er erfitt að spá fyrir um þennan leik. Vandræði Manchester City hófust þegar þeir töpuðu verðskuldað fyrir Bournemouth í nóvember, það var fyrsti tapleikur meistaranna í deildinni á þessu tímabili," segir Sutton.
„Hver hefði ímyndað sér það að fimm mánuðum síðar væri liðið búið að tapa átta af næstu nítján deildarleikjum og er núna í þeirri stöðu að FA-bikarinn er eini titillinn sem liðið getur unnið?"
Bournemouth verður án tveggja lykilmanna í vörninni en Milos Kerkez og Dean Huijsen taka báðir út bann.
„Bournemouth spilar svo öfluga pressu að þeir munu láta City hafa fyrir því að spila út úr vörninni. Ég sé mörk í kortunum og að úrslitin ráðist í framlengingu," segir Sutton.
Sutton spáir því að Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston þurfi að játa sig sigraða gegn öflugu liði Aston Villa og þá spáir hann því að Manchester City lendi í kröppum dansi gegn Bournemouth en nái sigri eftir framlengingu.
„Það er erfitt að spá fyrir um þennan leik. Vandræði Manchester City hófust þegar þeir töpuðu verðskuldað fyrir Bournemouth í nóvember, það var fyrsti tapleikur meistaranna í deildinni á þessu tímabili," segir Sutton.
„Hver hefði ímyndað sér það að fimm mánuðum síðar væri liðið búið að tapa átta af næstu nítján deildarleikjum og er núna í þeirri stöðu að FA-bikarinn er eini titillinn sem liðið getur unnið?"
Bournemouth verður án tveggja lykilmanna í vörninni en Milos Kerkez og Dean Huijsen taka báðir út bann.
„Bournemouth spilar svo öfluga pressu að þeir munu láta City hafa fyrir því að spila út úr vörninni. Ég sé mörk í kortunum og að úrslitin ráðist í framlengingu," segir Sutton.
Svona spáir Chris Sutton:
laugardagur 29. mars
12:15 Fulham - Crystal Palace 2-1
17:15 Brighton - Nott. Forest 2-0
sunnudagur 30. mars
12:30 Preston NE - Aston Villa 0-2
15:30 Bournemouth - Man City 2-3 (eftir framlengingu)
Athugasemdir