Rætt hefur verið um áhuga Newcastle United á Jarell Quansah, 22 ára varnarmanni Liverpool.
Times greindi frá því að stjórnendur Newcastle teldu 30 milljón punda tilboð nægja til að kaupa leikmanninn en heimildir Athletic herma að Liverpool muni ekki selja.
26.03.2025 21:00
Telja 30 milljónir punda nóg til að sannfæra Liverpool um að selja Quansah
Í grein Athletic kemur fram að Quansah sé partur af áformum Arne Slot, enda er hann stöðugur varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og hægri bakvörður.
Newcastle hefur einnig áhuga á Dean Huijsen miðverði Bournemouth, sem hefur þó verið orðaður við Real Madrid að undanförnu.
Newcastle sýndi Quansah líka áhuga síðasta sumar en Liverpool vill ekki selja hann.
Quansah hefur tekið þátt í 22 leikjum á tímabilinu eftir að hafa komið við sögu í 33 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir