Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mitoma verður með Brighton í bikarnum
Kaoru Mitoma.
Kaoru Mitoma.
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, greindi frá stöðu mála á leikmannahópi sínum á fréttamannafundi í dag. Brighton mætir Nottingham Forest á morgun í 8-liða úrslitum FA-bikarsins.

Hann segist vongóður um að Lewis Dunk, Solly March og Matt O’Riley geti allir spilað en stóru fréttirnar eru þær að lykilmaðurinn Kaoru Mitoma er klár í slaginn eftir að hafa jafnað sig af hnémeiðslum.

Það er hinsvegar lengra í Tariq Lamptey og endurhæfingarferli Joel Veltman er enn í gangi.

Athygli vakti á fundinum að Hurzeler vildi ekki ræða neitt um 7-0 tap Brighton gegn Forest fyrr á tímabilinu en það var stærsta tap félagsins í 67 ár.

Laugardagur
12:15 Fulham - Crystal Palace
17:15 Brighton - Nott. Forest

Sunnudagur
12:30 Preston - Aston Villa
15:30 Bournemouth - Man City
Athugasemdir
banner