Jonas Grönner, sérfræðingur BA, býst við að Bodö/Glimt vinni norsku deildina með miklum yfirburðum. Deildin fer í gang á morgun.
Grönner er frá Bergen og er fyrrum leikmaður Brann. Hann lék níu leiki á láni hjá KR árið 2013. Hann spáir sínu félagi, sem Freyr Alexandersson stýrir nú, öðru sæti.
Grönner er frá Bergen og er fyrrum leikmaður Brann. Hann lék níu leiki á láni hjá KR árið 2013. Hann spáir sínu félagi, sem Freyr Alexandersson stýrir nú, öðru sæti.
„Eitthvað annað en gull í deildinni yrði algjör skandall hjá Bodö/Glimt. Þeir eru með stærsta, besta og dýrasta hópinn og með besta þjálfara deildarinnar. Þarf að segja meira?" segir Grönner.
Hann spáir því að Brann verði aftur í öðru sæti en að þessu sinni fleiri stigum frá toppnum. Hann býst ekki við að liðið verði mikið veikara en í fyrra þrátt fyrir talsverðar breytingar.
Sérfræðingar TV2 spá Brann fjórða sætinu og segja að Freyr hafi með persónutöfrum sínum og fínum úrslitum á undirbúningstímabilinu unnið leikmenn og stuðningsmenn á sitt band.
Strömsgodset og Rosenborg mætast á morgun klukkan 15 í opnunarleik norsku úrvalsdeildarinnar og svo klukkan 17 á Brann sinn fyrsta leik, útileik gegn Fredrikstad.
Athugasemdir