Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   lau 29. apríl 2023 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
Siggi Höskulds: Við erum með tölfræði til að bakka það upp
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er með níu stig eftir fjóra leiki.
Valur er með níu stig eftir fjóra leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var rússíbani og mér líður hrikalega vel að hafa unnið þennan leik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir mjög svo dramatískan 3-2 heimasigur gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Stjarnan

„Við erum ekki nógu góðir í seinni hálfleik sem eru vonbrigði en þetta er gríðarlega sætur sigur og það er frábær karakter í liðinu að sækja sigurinn."

Valsmenn voru mjög góðir í fyrri hálfleik og leiddu 2-0 að honum loknum. Stjarnan kom til baka á síðustu 15 mínútunum í seinni hálfleiknum. Leið heimamönnum kannski of þægilega í seinni hálfleiknum?

„Ég veit það ekki. Við vorum með ágætis stjórn á þessu. Þeir héldu rosalega vel í boltann. Það eru frábærir fótboltamenn í þessu Stjörnuliði. Svo komast þeir á bragðið. Við vorum klaufar í seinna markinu. Við erum þrír á Ísaki en hann og hann nær samt skotinu í varnarmann og inn. Það fór um mann og menn voru svekktir, en við komum til baka og ég er ánægður með það."

Undirritaður hefur tekið eftir því að Siggi er meira út í boðvangnum heldur en Arnar Grétarsson, sem er aðalþjálfari liðsins. „Hann er aðeins stóískari en ég. Ég verð að standa og vera líflegur."

Hann segir að það sé ánægja á Hlíðarenda með byrjunina á tímabilinu en Valur er með níu stig eftir fjóra leiki. Umræðan hefur svolítið verið þannig að Valur sé ekki að spila skemmtilegan fótbolta og frammistaðan hafi ekki verið sérstök. Hvað finnst Sigga um það?

„Mér finnst við hafa verið kraftmiklir og við erum í góðu standi. Við erum með níu stig og við erum sáttir þó að einhverjir segi að við séum ekki nógu góðir. Okkur finnst við vera að spila góðan fótbolta. Við höfum tölfræði til að bakka það upp sem enginn nennir að hlusta á. Við dæmum okkur sjálfa og við erum ánægðir."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Siggi meðal annars stöðuna á Hólmari Erni Eyjólfssyni sem hefur verið að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner