Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mið 29. maí 2024 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Icelandair
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum allar mjög spenntar og stefnum á að ná góðum úrslitum úr báðum þessum leikjum. Við förum inn í þetta verkefni til að vinna," sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

Framundan eru tveir leikir gegn Austurríki en með góðum úrslitum í þessum leikjum getur Ísland komið sér í kjörstöðu varðandi það að komast á EM.

„Það er alltaf rosalega gaman að koma og hitta stelpurnar. Við erum öll mjög hress hérna og tilbúin í þetta."

„Austurríki hefur spilað vel í undanförnum leikjum en við erum líka með mjög sterkt lið. Ég held að þetta verði góðir leikir, báðir tveir," segir Ásdís en hún fagnar því að fá kallið aftur í hópinn eftir að hafa komið inn í síðasta verkefni. „Það er mjög skemmtileg. Ég vil alltaf vera hérna."

Leikmennirnir finni ekki fyrir þessu
Ásdís er að spila í Noregi með Lilleström þar sem hún er í mikilvægu hlutverki, en það hefur gengið mikið á hjá félaginu á síðustu vikum. Lilleström er nálægt gjaldþroti og hefur gripið til nauðsynlegra ráðstafana vegna þess. Ásdís var í dag spurð út í stöðuna hjá Lilleström.

„Stemningin er bara mjög góð í liðinu. Við ættum kannski að vera komnar með fleiri stig en við erum með. Höfum verið svolítið óheppnar. Við höfum verið að spila vel," segir Ásdís en er staða félagsins að hafa mikil áhrif á hópinn?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar fólk spyr mig um þetta, þá hugsa ég meira um þetta. Ég held að stelpurnar séu mjög fókuseraðar á að gera vel og reyna að fá eins mörg stig og við getum, sérstaklega þegar það er búið að taka stig af okkur. Þetta er reyndar bara eitt stig, en það er samt ömurlegt. Þetta er auðvitað leiðinlegt en félagið er að gera mjög vel í að láta okkur leikmennina ekki finna fyrir þessu."

Ásdís segir að lífið fyrir leikmennina sé áfram venjulegt, það sé borgað á réttum tíma og þess háttar.

„Við höfum fengið allt eins og venjulega. Það voru einhverjar fréttir um að við værum ekki að fá mat og eitthvað, en ég hef alveg fengið að borða (á æfingasvæðinu)," sagði Ásdís og hló. „Maður vonar að það haldist áfram svona."

Ásdís er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Lilleström. Hún kveðst vera ánægð með að hafa tekið þetta skref en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner