Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 29. maí 2024 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Icelandair
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum allar mjög spenntar og stefnum á að ná góðum úrslitum úr báðum þessum leikjum. Við förum inn í þetta verkefni til að vinna," sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

Framundan eru tveir leikir gegn Austurríki en með góðum úrslitum í þessum leikjum getur Ísland komið sér í kjörstöðu varðandi það að komast á EM.

„Það er alltaf rosalega gaman að koma og hitta stelpurnar. Við erum öll mjög hress hérna og tilbúin í þetta."

„Austurríki hefur spilað vel í undanförnum leikjum en við erum líka með mjög sterkt lið. Ég held að þetta verði góðir leikir, báðir tveir," segir Ásdís en hún fagnar því að fá kallið aftur í hópinn eftir að hafa komið inn í síðasta verkefni. „Það er mjög skemmtileg. Ég vil alltaf vera hérna."

Leikmennirnir finni ekki fyrir þessu
Ásdís er að spila í Noregi með Lilleström þar sem hún er í mikilvægu hlutverki, en það hefur gengið mikið á hjá félaginu á síðustu vikum. Lilleström er nálægt gjaldþroti og hefur gripið til nauðsynlegra ráðstafana vegna þess. Ásdís var í dag spurð út í stöðuna hjá Lilleström.

„Stemningin er bara mjög góð í liðinu. Við ættum kannski að vera komnar með fleiri stig en við erum með. Höfum verið svolítið óheppnar. Við höfum verið að spila vel," segir Ásdís en er staða félagsins að hafa mikil áhrif á hópinn?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar fólk spyr mig um þetta, þá hugsa ég meira um þetta. Ég held að stelpurnar séu mjög fókuseraðar á að gera vel og reyna að fá eins mörg stig og við getum, sérstaklega þegar það er búið að taka stig af okkur. Þetta er reyndar bara eitt stig, en það er samt ömurlegt. Þetta er auðvitað leiðinlegt en félagið er að gera mjög vel í að láta okkur leikmennina ekki finna fyrir þessu."

Ásdís segir að lífið fyrir leikmennina sé áfram venjulegt, það sé borgað á réttum tíma og þess háttar.

„Við höfum fengið allt eins og venjulega. Það voru einhverjar fréttir um að við værum ekki að fá mat og eitthvað, en ég hef alveg fengið að borða (á æfingasvæðinu)," sagði Ásdís og hló. „Maður vonar að það haldist áfram svona."

Ásdís er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Lilleström. Hún kveðst vera ánægð með að hafa tekið þetta skref en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner