Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fram fær leikmann frá toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar (Staðfest)
Mynd: Fram
Framarar hafa styrkt hópinn fyrir átökin í Bestu deildinni á næsta tímabili en hin 23 ára gamla Lily Farkas er gengin í raðir félagsins frá danska félaginu Fortuna Hjorring.

Farkas er sóknarsinnaður leikmaður. Hún er bandarísk og uppalin í Kansas en er með ungverskan ríkisborgararétt og spilað með U19 ára landsliði Ungverjalands.

Hún spilaði með Michigan-háskólanum og svo seinna með Florida State áður en hún gekk í raðir toppliðs Fortuna Hjorring í dönsku úrvalsdeildinni.

Á þessu tímabili kom hún við sögu í níu leikjum með Hjorring í deildinni, en hefur nú samið við Fram sem mun spila í efstu deild í fyrsta sinn í 37 ár.
Athugasemdir
banner
banner