Julen Lopetegui, stjóri West Ham, hefur verið undir pressu síðan hann tók við af David Moyes síðasta sumar.
Margir stuðningsmenn liðsins voru ekki ánægðir með ráðninguna frá upphafi. Lopetegui hefur stýrt liðinu í 21 leik hefur aðeins unnið sjö af þeim.
Liðið steinlá 5-0 gegn Liverpool á sunnudaginn og Mirror greinir frá því að hann muni fá næstu tvo leiki til að bæta gengi liðsins annars verður hann rekinn.
Michael Carrick og Max Allegri hafa verið orðaðir við stöðuna en þá greina breskir fjölmiðlar frá því að Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, sé klár í slaginn og bíði bara eftir því að félagið reki Lopetegui.
Athugasemdir