Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 17:03
Elvar Geir Magnússon
Enn óvíst hvort Hákon spili gegn Arsenal - „Veit að hann er meira en klár“
Hákon átti frábæra innkomu gegn Brighton.
Hákon átti frábæra innkomu gegn Brighton.
Mynd: Getty Images
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á föstudag, þegar hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik í 0-0 jafntefli gegn Brighton.

Hákon hefur fengið lof fyrir innkomu sína en ekki er víst að hann verði í markinu í næsta leik Brentford, gegn Arsenal klukkan 17:30 á Nýársdag.

Mark Flekken, sem hefur byrjað alla deildarleiki Brentford á tímabilinu, fór meiddur af velli gegn Brighton en meiðsli hans eru ekki alvarleg.

Thomas Frank, stjóri Brighton, segir möguleika á að hann spili gegn Arsenal. Frank vonar að Flekken verði klár en ákvörðun verði tekin á morgun.

„Ég er allavega ekki í vafa um að Hákon er meira en tilbúinn fyrir sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni ef á þarf að halda. Hann gerði mjög vel gegn Brighton og ég er mjög ánægður með hans frammistöðu," segir Frank.

Christian Nörgaard fór meiddur af velli gegn Brighton líkt og Flekken en er klár fyrir leikinn gegn Arsenal. Ben Mee verður frá næstu vikurnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner