Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   þri 31. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Ég mun tala við Zirkzee
Mynd: EPA
Manchester United tapaði fjórða leik sínum í röð þegar liðið tapaði gegn Newcastle í gær.

Newcastle komst í 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Ruben Amorim tók ákvörðun eftir hálftíma leik að taka Joshua Zirkzee af velli og setja Kobbie Mainoo inn á.

Zirkzee var eðlilega ekki ánægður og ákvað að fara beint inn í klefa en kom síðar aftur út og settist á bekkinn.

„Maður verður að hugsa um liðið og stundum um leikmanninn því hann var að þjást. Ég var á þessum stað fyrir nokkrum árum, hann var að þjást og liðið var að þjást og þurfti að halda boltanum meira en það er erfitt að gera þetta," sagði Amorim.

„Ég mun tala við hann um þetta því það er mikilvægt að koma skilaboðunum áleiðis."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner