Ruben Amorim sagði í viðtali við Gary Neville á Sky Sports að hann ætlaði ekki að skipta um leikkerfi til að ná í úrslit.
Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en Jamie Carragher og Neville ræddu ummæli Amorim á Sky Sports í kvöld.
„Ten Hag breytti sinni hugmyndafræði. Ég styð það þegar stjórar gera minniháttar breytingar en ef þú ræður stjóra sem hefur náð góðum árangri með ákveðið kerfi þá viltu sjá það," sagði Carragher.
„Ten Hag sagði alltaf á fréttamannafundum að hann væri ekki með réttu leikmennina í sitt kerfi, það var áhyggjuefni því það var ástæðan fyrir því að félagið fékk þig inn. Ef Amorim breytir til, hver er þá tilgangurinn að hafa hann?"
Neville tók undir orð Carragher en hann er þó hræddur um að Amorim muni neyðast til að skipta um leikkerfi með þessu áframhaldi.
Athugasemdir