Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Líkir Wood við Vieri
Chris Wood hefur átt magnað tímabil.
Chris Wood hefur átt magnað tímabil.
Mynd: Getty Images
Ný-Sjálendingurinn Chris Wood hefur verið magnaður með spútnikliði Nottingham Forest sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur í sex tímabil komist í tveggja stafa tölu í markaskorun í ensku úrvalsdeildinni, áður fyrir Burnley og Nottingham Forest.

Hinn 33 ára gamli Wood skoraði sitt ellefta deildarmark á þessu tímabili í 2-0 sigri gegn Everton en það eru bara Mohamed Salah, Erling Haaland og Cole Palmer sem eru með fleiri mörk.

„Wood hleypur um og skorar á þessu tímabili eins og Christian Vieri þegar hann var upp á sitt besta. Hann hefur alltaf verið vanmetinn í enska boltanum," skrifaði textalýsandi BBC yfir leiknum í gær.

Vieiri er fyrrum ítalskur sóknarmaður sem raðaði inn mörkum fyrir Inter um og eftir aldamótin og þar á undan fyrir Lazio og Atletico Madrid. Þá skoraði hann 23 mörk í 49 landsleikjum fyrir Ítalíu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner