Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   þri 31. desember 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mætir syni sínum í fyrsta leik
Sergio Conceicao
Sergio Conceicao
Mynd: Getty Images
Sergio Conceicao tók við AC Milan í gær eftir að Paulo Fonseca var látinn taka pokann sinn.

Fyrsti leikur Milan undir stjórn Conceicao verður gegn Juventus í undanúrslitum ítalska Ofurbikarsins en keppnin fer fram í Sádí Arabíu og hefst 3. janúar.

Francisco Conceicao er leikmaður Juventus en það er sonur Sergio. Federico hefur verið fastamaður í liði Juventus á tímabilinu en hann gekk til liðs við félagið frá Porto í sumar.

Sergio hefur verk að vinna en Milan er í 8. sæti ítölsku deildarinnar með 27 stig eftir 17 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner