Willian hefur rift samningi sínum við gríska liðið Olympiakos en hann var samningsbundinn liðinu í tæpa fjóra mánuði.
Hann spilaði 11 leiki fyrir liðið en hann samdi við Olympiakos í september eftir tvö tímabil hjá Fulham.
Þessi 36 ára Brasilíumaður mun mögulega snúa aftur heim í janúar.
Willian hefur verið í Evrópuboltanum frá 2007 fyrir utan tímabilið 2021-2022 þar sem hann lék með uppeldisfélagi sínu Corinthians. Hann spilaði með liðum á borð við Chelsea, Arsenal og Fulham.
Athugasemdir