Geovany Quenda, leikmaður Sporting í Portúgal, bætti 22 ára gamalt met Cristiano Ronaldo er hann kom við sögu í leik liðsins gegn Benfica á sunnudag.
Quenda, sem er 17 ára gamall, varð yngsti leikmaðurinn í sögu Sporting til að spila í erkifjendaslagnum gegn Benfica og var tveimur mánuðum yngri en þegar Ronaldo gerði það.
Ronaldo spilaði gegn Benfica í desember árið 2002 og var þá 17 ára og tíu mánaða gamall, en Quenda bætti metið.
Vængbakvörðurinn er ein besta uppgötvun portúgalska boltans á þessari leiktíð. Ruben Amorim gaf honum tækifærið og gerði hann að mikilvægum leikmanni áður en hann tók við Manchester United.
Quenda setti einnig met í byrjun leiktíðar er hann varð yngsti markaskorari í sögu Sporting og eiga eflaust fleiri eftir að bætast við á næstunni.
Geovany Quenda breaking records!
— All Things Alvalade (@ATAlvalade) December 31, 2024
He is the youngest player to play in a derby since 1937.
At Sporting, he surpassed the records of Cristiano Ronaldo and Futre.
(Abola) pic.twitter.com/QOnVSowkwQ
Athugasemdir