Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Durán sem fékk á dögunum þriggja leikja bann fyrir að fá að líta rauða spjaldið í tapi Aston Villa gegn Newcastle gæti verið á lengra bann.
Durán fékk að líta umdeilt rautt spjald er hann steig á afturenda Fabian Schär.
Framherjinn og Schär voru í baráttu um boltann er þeir féllu báðir til jarðar en Durán, sem var ekki í jafnvægi, steig á afturenda Schär og uppskar beint rautt spjald.
Aston Villa áfrýjaði spjaldinu sem var síðan hafnað af fótboltasambandinu og stóð þriggja leikja bannið.
Fótboltasambandið hefur nú kært Durán fyrir hegðun hans eftir spjaldið en hann sparkaði í vatnsflösku og þurfti að draga hann af velli af starfsliði Villa. Hann gæti því verið á leið í lengra bann.
Durán hefur til föstudags til að svara fyrir sig.
Matheus Cunha, leikmaður Wolves, fékk í dag tveggja leikja bann fyrir að gefa starfsmanni Ipswich olnbogaskot og taka af honum gleraugun eftir tap liðsins gegn Ipswich og verður því fróðlegt að sjá hvað Durán mun fá margra leikja bann fyrir hegðun sína.
Athugasemdir