Stoke City hefur náð munnlegu samkomulagi við Mark Robins um að hann taki við enska B-deildarliðinu.
Robins var rekinn frá Coventry í nóvember eftir að hafa stýrt liðinu í sjö ár, stuðningsmönnum félagsins ekki til mikillar ánægju.
Sky segir að Stoke hafi náð munnlegu samkomulagi við Robins, en hann verður þriðji stjórinn á þessu tímabili.
Steven Schumacher var rekinn í september og tók Narcis Pelach við liðinu, en hann vann aðeins tvo af nítján leikjum sínum áður en hann var látinn taka poka sinn í lok desember.
Stoke heimsækir Burnley í ensku B-deildinni á morgun en liðið er í 18. sæti með 25 stig.
Athugasemdir