Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benti Jose Sá á hvert Son myndi skjóta
Jose Sá
Jose Sá
Mynd: EPA
Myndband af vítavörslu Jose Sá, markvarðar Wolves, gegn Tottenham vekur athygli.

Jose Sá varði spyrnuna frá Suður-Kóreumanninum Son Heung Min. Landi hans, Hwang Hee-Chan, leikmaður Wolves, sést á myndbandinu benda Sá á það hvert Son mun skjóta.

Hwang stóð á miðjum vellinum ásamt Radu Ragusin sem reyndi að koma í veg fyrir þennan gjörning hjá Suður-Kóreumanninum án árangurs.

Sá skutlaði sér í rétta átt og varði spyrnuna en mark hefði komið Tottenham í 2-1 en leiknum lauk með 2-2 jafnteefli.

Video Goes Viral in South Korea: Wolves' player Hwang informed his teammate Jose Sa that Spurs' player Heung-Min Son would shoot in that direction
byu/DavidRolands insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner