Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fjórða tap Man Utd í röð - Ipswich vann Chelsea
Mynd: EPA
Newcastle vann nokkuð þægilegan sigur á Old Trafford í kvöld, Ipswich vann Chelsea og Aston Villa vann endurkomusigur gegn Brighton.

Newcastle var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og voru verðskuldað með tveggja marka forystu. Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur með frammistöðu sinna manna sem náðu ekki einu skoti á markið.

Hann ákvað að gera breytingu eftir hálftíma leik þegar Joshua Zirkzee var tekinn af velli fyrir Kobbie Mainoo en stuðningsmenn ýmist fögnuðu eða bauluðu.

Sviðsmyndin var allt önnur í seinni hálfleik en Man Utd tókst þó lítið að ógna Martiin Dubravka í marki Newcastle og sigur gestanna því í hús.

Chelsea hafði verið á góðu skriði fyrir jólatörnina en liðið hefur nú spilað þrjá leiki í röð án þess að vinna. Man Utd er aðeins sjö stigum frá fallsæti eftir sigur Ipswich í kvöld.

Liam Delap kom Ipswich yfir úr umdeildri vítaspyrnu en hún var dæmd þegar Filip Jörgensen markvörður Chelsea braut á Delap en snertingin virtist mjög lítil.

Omari Hutchinson var í akademíu Chelsea en hann tryggði Ipswich sigurinn gegn gömlu félögunum.

Ollie Watkins og Morgan Rogers sáu um markaskorun Villa gegn Brighton en Joao Pedro lagði upp bæði mörk Brighton.

Aston Villa 2 - 2 Brighton
0-1 Simon Adingra ('12 )
1-1 Ollie Watkins ('36 , víti)
2-1 Morgan Rogers ('47 )
2-2 Tariq Lamptey ('81 )

Ipswich Town 2 - 0 Chelsea
1-0 Liam Delap ('12 , víti)
2-0 Omari Hutchinson ('53 )

Manchester Utd 0 - 2 Newcastle
0-1 Alexander Isak ('4 )
0-2 Joelinton ('19 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner