Glódís Perla Viggósdóttir var langefst í vali lesenda Fótbolta.net á fótboltamanni ársins 2024. Úrslitin í kosningunni voru kunngjörð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.
Tilnefndir voru þeir fjórir fótboltamenn sem komust á topp tíu lista í kjörinu á íþróttamanni ársins og hlaut Glódís 66% atkvæða en kosið var á forsíðu Fótbolta.net.
Glódís Perla varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu, efst allra miðvarða. Hún er fyrirliði Bayern München sem varð Þýskalandsmeistari á árinu og þá er hún lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst á EM í Sviss.
Tilnefndir voru þeir fjórir fótboltamenn sem komust á topp tíu lista í kjörinu á íþróttamanni ársins og hlaut Glódís 66% atkvæða en kosið var á forsíðu Fótbolta.net.
Glódís Perla varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu, efst allra miðvarða. Hún er fyrirliði Bayern München sem varð Þýskalandsmeistari á árinu og þá er hún lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst á EM í Sviss.
1. Glódís Perla Viggósdóttir 66%
2. Albert Guðmundsson 16%
3. Orri Steinn Óskarsson 11%
4. Sveindís Jane Jónsdóttir 7%
Athugasemdir