Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   þri 31. desember 2024 11:19
Brynjar Ingi Erluson
Rooney hættur með Plymouth (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er hættur með enska B-deildarliðið Plymouth Argyle en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Englendingurinn var ráðinn stjóri félagsins í maí á þessu ári en tókst aðeins að vinna fjóra deildarleiki á þessu rúma hálfa ári sem hann stýrði liðinu.

Í sumar fékk hann ellefu nýja leikmenn, þar á meðal íslenska landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson, og var liðið að ná í ágætis úrslit en margir öflugir leikmenn meiddust og hafði það áhrif.

Plymouth hefur ekki unnið í síðustu níu leikjum og er á botninum í B-deildinni.

Rooney og Plymouth komust að samkomulagi um að best væri að rifta samningnum og hefur það nú verið staðfest.

„Ég vil nýta tækifærið og þakka stjórn Plymouth. Einnig vil ég þakka starfsmönnum félagsins sem létu mér líða velkomnum og svo vil ég einnig þakka þeim sem gera félagið svona sérstakt, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir þeirra framlag og stuðning á tíma mínum sem stjóri og óska ég þeim öllum góðs gengis í framtíðinni,“ sagði Rooney í dag.

Þetta er fjórða félagið sem Rooney yfirgefur en hann tók fyrst við stjórastöðu Derby County fyrir fjórum árum áður en hann gerðist þjálfari D.C. United í Bandaríkjunum. Hann stýrði Birmingham í tvo mánuði eftir að hafa unnið aðeins tvo af fimmtán leikjum sínum í B-deildinni.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 25 15 7 3 45 16 +29 52
2 Burnley 25 13 10 2 30 9 +21 49
3 Sheffield Utd 25 15 6 4 34 16 +18 49
4 Sunderland 25 13 8 4 38 22 +16 47
5 Middlesbrough 25 11 7 7 42 31 +11 40
6 West Brom 25 9 12 4 31 20 +11 39
7 Blackburn 24 11 6 7 28 22 +6 39
8 Watford 24 11 4 9 34 34 0 37
9 Sheff Wed 25 10 6 9 36 38 -2 36
10 Bristol City 25 8 10 7 32 30 +2 34
11 Norwich 25 8 9 8 41 36 +5 33
12 Swansea 25 9 6 10 29 29 0 33
13 Millwall 24 7 8 9 22 21 +1 29
14 Coventry 25 7 8 10 33 35 -2 29
15 Preston NE 25 6 11 8 27 33 -6 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Derby County 25 7 6 12 31 34 -3 27
18 Oxford United 24 7 6 11 27 39 -12 27
19 Stoke City 25 6 8 11 24 32 -8 26
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 23 5 8 10 30 40 -10 23
22 Hull City 25 5 7 13 22 33 -11 22
23 Cardiff City 24 5 7 12 24 39 -15 22
24 Plymouth 24 4 7 13 24 53 -29 19
Athugasemdir
banner
banner