Omari Hutchinson skoraði annað af mörkum Ipswich í frábærum 2-0 sigri gegn Chelsea í gær en hann er uppalinn þar.
Hann spilaði tvo leiki fyrir liðið áður en hann fór á lán til Ipswich í fyrra en félagið keypti hann síðan í sumar.
Hann spilaði tvo leiki fyrir liðið áður en hann fór á lán til Ipswich í fyrra en félagið keypti hann síðan í sumar.
„Ég er þakklátur fyrir það sem Chelsea gerði fyrir ferilinn minn, gáfu mér frumraunina, en ég er að spila með Ipswich núna og vil skora og hjálpa liðinu mínu að ná í stigin þrjú og hjálpa okkur að halda sæti okkar í deildinni," sagði Hutchinson.
Hutchinson fagnaði markinu með því að taka heljarstökk.
„Allir hafa verið að biðja mig um að gera þetta svo mér datt í hug að gera það í fyrsta heimasigrinum," sagði Hutchinson.
Athugasemdir