Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur ákveðið að kalla argentínska varnarmanninn Aaron Anselmino til baka úr láni frá Boca Juniors. Þetta segir Fabrizio Romano.
Chelsea keypti Anselmino frá Boca í sumar fyrir 15,6 milljónir punda en hann var lánaður strax aftur til Boca.
Anselmino, sem er 19 ára gamall, átti upphaflega að eyða heilu ári á láni hjá Boca en Chelsea hefur nú ákveðið að kalla hann til baka fyrir seinni hluta tímabilsins.
Hann mun ferðast til Lundúna á næstu dögum og byrja að æfa með aðalliði Chelsea en Enzo Maresca, stjóri félagsins, vill ólmur gefa honum tækifæri á þessari leiktíð.
Argentínumaðurinn hefur spilað 18 leiki með Boca síðan hann samdi við Chelsea, skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar.
Athugasemdir