Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   þri 31. desember 2024 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool sagði nei við tilraun Real Madrid
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur hafnað tilraun Real Madrid að fá Trent Alexander-Arnold í janúar en þetta kemur fram á Sky Sports í dag.

Alexander-Arnold er 26 ára gamall ensku bakvörður sem verður samningslaus eftir tímabilið.

Spænskir miðlar fullyrða að hann muni ganga í raðir Real Madrid eftir tímabilið og að hann skrifi undir samninginn í byrjun ársins, en enskir miðlar hafa neitað þeim fregnum.

Sky segir frá því að Real Madrid hafi gert tilraun til þess að fá Alexander-Arnold í janúarglugganum og var tilbúið að kaupa hann fyrir lægri upp hæð en Liverpool hafnaði þeirri tilraun.

Liverpool hefur engan áhuga á að missa Alexander-Arnold fyrir lok tímabils en liðið er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner